Forvarnir, vatnstjón

Flest vatnstjón verða vegna þess að rör ryðga í sundur þar sem vatn hefur komist í umhverfi þeirra. Vatnstjón gera stundum boð á undan sér. Rakamerki á veggjum, gólfum eða loftum benda til að vatn sé farið að leka, annað hvort úr lögnum eða utan frá. Algengt er að rakamerki lýsi sér þannig að málning og flísar bólgna upp og losna jafnvel af. Dökkir blettir myndast þar sem raki er, finna má lykt. Lítil skordýr geta einnig fylgt raka (rakamaurar, þúsundfætlur, grápöddur, járnsmiðir).

Þegar farið er í frí skal loka tryggilega fyrir vatn að þvottavél og uppþvottavél. Á sumrin er einnig tilvalið að loka fyrir stofnloka (inntaksloka) í húsið, bæði fyrir heitt og kalt vatn. Ekki má gleyma að gúmmílagnir, t.d. að þvottavélum og uppþvottavélum, fúna með tímanum og geta valdið stórtjóni ef þær bresta. Þessar lagnir þarf að endurnýja með jöfnu millibili.

Mjög algengt er að ekki sé gengið nægilega vel frá þéttingu umhverfis rör að blöndunartækjum við baðker og sturtu. Í hvert skipti sem farið er í sturtu rennur því vatn inn með rörunum og inn í vegginn þar sem það safnast fyrir og tærir lagnirnar, sem yfirleitt eru lagðar inn í innveggi húsa og síðan múrað yfir. Nota þarf vandað kítti til þéttingar röra þar sem þau fara inn í vegg.

Svokallaðar rósettur þjóna þeim tilgangi einum að fela gatið umhverfis rörin. Komist vatn inn í þessa einangrun myndast öll skilyrði fyrir tæringu lagnanna, þ.e. raki og hiti frá hitaveitulögnum. Dæmi eru um að lagnir hafi tærst í sundur í í 2ja – 3ja ára gömlum húsum við þessar aðstæður.

Vatnsskynjarar

Til eru vatnsskynjarar sem settir eru á gólf eða í botna á skápum og bregðast þeir við með væli um leið og raki kemst í þá og þú getur þá brugðist við og komið í veg fyrir verulegt tjón.

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir