27.06.2019  Eldur í rjóðri við Fjölbrautarskóla Suðurlands

Brunavörnum Árnessýslu barst tilkynning um eld í rjóðri við Fjölbrautarskóla Suðurlands um miðnætti í nótt. Dælubíll og slökkviliðsmenn frá Selfosseiningu slökkviliðsins voru sendir á vettvang til þess að ráða niðurlögum eldsins.

Vegfarandi varð var við eld og reyk og hringdi eftir slökkviliði en þarna virðast einhverjir hafa ákveðið að kveikja sér varðeld í þurrum gróðrinum. Áður en slökkvilið kom á vettvang voru vegfarandi og lögregla búin að slökkva eldinn en slökkviliðsmenn slökktu í glæðum og bleyttu vettvang vel til þess að koma í veg fyrir að eldurinn tæki sig upp aftur í þurrum gróðrinum.

Talsverð hætta hefur veið á gróðureldum í sumar vegna mikilla þurrka en loksins fór að rigna síðla nætur á Suðurlandi.

Ég held að það sé hægt að fullyrða að slökkviliðsmenn og margir aðrir krossi fingur og voni að það rigni nægilega mikið næstu daga til þess að jörð blotni almennilega. Talsvert mikla vætu þarf til þess að rakinn nái niður fyrir yfirborð jarðvegsins að einhverju marki og minnki þar með hættuna á útbreiðslu gróðurelda.

Forsíða

Myndir

Um okkur

Gjaldskrá

Lög og reglugerðir

Fundargerðir

Bílaflotinn

Viðbrögð við jarðskjálfta

Almennar forvarnir

Eldvarnir í fjölbýli/sérbýli

Viðbrögð við vá

Gróðureldar

Skoðanaáætlun

Slökkvitækjaþjónusta

Nám slökkviliðsmanna

Nám hlutastarfandi

Nám eldvarnaeftirlit

Löggilding

Kennslugögn v/fornáms

Umsókn

Starfsmannafélag

Brunavarnir Árnessýslu
Árvegi 1. 800 Selfoss
Sími 4-800-900
ba@ba.brink.is

Slökkvi- og björgunarstörf

Vertu með

Eldvarnaeftirlit

  • Kynning (efni í smíðum)
  • Tilgangur (efni í smíðum)
  • Lög og reglugerðir
  • Skjalfesting öryggis (efni í smíðum)

Eftirlitsáætlun

Þjónusta

Námskeið

  • Slökkvitæki (efni í smíðum)
  • Rýmingar (efni í smíðum)

Fróðleikur

Heimsóknir